Trilogy Challenge 2015

Trilogy Challenge á Klambratúni mánudaginn 13. júlí 2015

ATH – Uppselt er á Trilogy Challenge 2015!
Trilogy Challenge verður haldið mánudaginn 13. júlí á Klambratúni kl. 19:00.

Keppnisfyrirkomulag fer eftir því í hvaða flokki keppt er í, en keppendur í A-flokki spila sem einstaklingar á meðan B-flokkur keppir í 2ja manna liðum með Texas scramble fyrirkomulagi. Spilaðir verða 2 hringir, eða samtals 18 holur. Að því loknu verður einföld og skemmtileg áskorun þar sem allir keppendur fá eina tilraun til að ná ás og fær sigurvegarinn disk frá Fuzz að eigin vali. Farið verður betur yfir reglurnar á staðnum.

Sigurvegari í A-flokki hlýtur sérstakan Trilogy Challenge 2015 verðlaunadisk, stóra tösku frá Dynamic Discs ásamt nokkrum diskum frá Dynamic Discs, Latitude 64° og Westside Discs.
Sigurvegarar í B-flokki fá einnig töskur og diska í verðlaun.

2015-Trilogy-Challenge-Winner-Pack

Innifalið i skráningargjaldinu eru 3 PDGA-samþykktir diskar, mini marker, klemmuspjald fyrir skorkort, tússpenni o.fl.
Spilarar fá þann heiður að vera með þeim fyrstu til að eignast þessa diska, en þeir fara ekki í sölu á almennum markaði fyrr en í lok septembermánaðar. Ætlast er til þess að keppendur noti aðeins þessa diska á mótinu og enga aðra.

2015-Trilogy-Challenge-Player-Pack

  • Driver: Westside Discs – Elasto Sampo
  • Midrange: Dynamic Discs – Fuzion Evidence
  • Pútter: Latitude 64° – Retro Macana
    • Trilogy Challenge Mini-diskur
    • Klemmuspjald
    • Tússpenni
    • Skorkort og blýantur

Skildu eftir svar