Lýsing
Ranger H2O er vandaður, hágæða bakpoki frá Dynamic Discs og er framleiddur í samstarfi við OGIO töskuframleiðandann, sem hefur getið sér gott orð fyrir gæði og endingu.
Helstu eiginleikar:
– Vel bólstruð bakhlið sem veitir frábæran stuðning við bakið og hönnun sem tryggir gott loftflæði.
– Tvíbólstraðar bakpokaólar með stillanlegri lengd og festingum fyrir vatnsbelgs-slöngu
– 2ja lítra OGIO vatnsbelgur ásamt slöngu í sérstöku hólfi
– Regnhetta sem er auðvelt að taka af og setja á bakpokann og veitir óhindrað aðgengi að diskum í aðalhólfi
– Stórt aðalhólf sem rúmar u.þ.b. 20 diska
– Ytri pútteravasi á hægri hlið sem tekur 2-3 púttera
– Tveir vasar á sitthvorri hlið að ofanverðu fyrir seðlaveski, lykla, síma o.fl.
– Ytri vasar fyrir skorkort, blýanta, mini-marker og aðra aukahluti
– Stórt og slitsterkt handfang að ofanverðu fyrir aukin þægindi við burð
– Sérstök “bag-tag”-lykkja að framanverðu
– Slitsterkur og vatnsheldur ABS-plastbotn sem veitir frábæra vörn gegn raka og bleytu
– Bakpokinn er framleiddur úr gríðarlega léttu og slitsterku Poly ripstop efni (600D og 210D)
Litur: Svartur
Hér má sjá ítarlega umfjöllun um Ranger H2O bakpokann:
Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn “Dynamic Discs – Ranger H2O bakpoki”
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.