Lýsing
Frá Latitude 64° kemur einn flottasti diska-bakpokinn á markaðnum. Ný og endurbætt útgáfa af þessum snilldar bakpoka sem sameinar glæsilega hönnun og notagildi. Bakpokinn tekur 20 diska í aðalhólf ásamt pútter-vasa, en getur tekið allt að 30 diska ef öll hólf eru nýtt undir diska.
M.a. má finna eftirfarandi:
– Vasi fyrir drykkjarumbúðir sem heldur allt að 1,5 lítrum.
– Hólf að framanverðu sem hentar vel fyrir handklæði eða hanska.
– Hliðarhólf fyrir lykla, veski og fleira smádót.
– Tvö hliðarhólf, eitt á hvorri hlið fyrir reglubók, nesti o.fl.
– Stór hliðarvasi fyrir aftan pútter-vasann, hentugur fyrir varadiska.
– Stór vasi efst fyrir drykki, regnfatnað eða annað sem gott er að hafa með.
– Pútter-hólf á hliðinni með pláss fyrir 2 púttera.
– Vasi fyrir mini-marker framan á pútter-vasa.
– Vasi fyrir tvo diska í lokinu á aðalhólfinu.
– Færanlegt skilrúm í aðalhólfi fyrir diska.
– Regnhlífarhaldari.
– Sérstakur vasi fyrir farsíma í efsta hólfinu.
– Undir botninum er slitsterkt plast sem hjálpar til við að verja töskuna gegn sliti og skemmdum.
– Botninn er varinn með plastfilmu að innan sem hindrar að raki komist inn í töskuna þegar taskan er lögð á jörðina.
– Vandaðir SBS rennilásar.
Töskurnar eru oftast til á lager í flestum litasamsetningum en annars er hægt að sérpanta með nokkuð skömmum fyrirvara.
Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn “Latitude 64° – DG Luxury E4 bakpoki”
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.